Skólastjóri í Reykjavík setur spurningarmerki við áform menntamálaráðherra um snjallsímabann í grunnskólum og segist eiga erfitt með að átta sig á hvernig slíku banni yrði framfylgt. Skólastjóri á Akureyri, þar sem snjallsímabann hefur verið í gildi …
Agnar Már Másson
agnarmar@mbl.is
Skólastjóri í Reykjavík setur spurningarmerki við áform menntamálaráðherra um snjallsímabann í grunnskólum og segist eiga erfitt með að átta sig á hvernig slíku banni yrði framfylgt. Skólastjóri á Akureyri, þar sem snjallsímabann hefur verið í gildi síðan í haust, segir aftur á móti að bannið hafi skilað góðum árangri.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir barna- og menntamálaráðherra hefur sagst vera að undirbúa lagasetningu sem felist í snjallsímabanni í grunnskólum landsins frá og með næsta hausti.
Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær sagðist hún búast við því að börn ættu auðveldara með að halda athygli í tímum þegar „þessar sífelldu truflanir“ samfélagsmiðlanna væru ekki lengur í skólastofunni.