
Guðmundur Símon Guðleifsson fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1939. Hann lést á Landspítalanum 16. febrúar 2025.
Foreldrar hans voru Guðleifur Guðmundsson húsasmíðameistari, f. í Reykjavík 16.5. 1909, d. 13.5. 1981, og Hansína Guðrún Guðmundsdóttir húsmóðir og starfsmaður á Hótel Borg, f. á Þingeyri 14.11. 1913, d. 10.9. 1998.
Alsystkini Guðmundar voru Friðrik Ingimar, f. 1937, d. 2024, Sigurður, f. 1941, d. 2008 og Nína Draumrún, f. 1944, d. 2015. Hálfsystir sammæðra var Unnur Brynjólfsdóttir, f. 1933, d. 2003. Hálfbróðir samfeðra var Hörður Grímkell, f. 1948, d. 1996.
Fyrri eiginkona Guðmundar er Ásta Birna Karlsdóttir, f. 2.11. 1936 á Vopnafirði. Þau skildu.
Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Kolbrún Bjarnadóttir, f. 11.4. 1949, í Reykjavík.
...