
Sveinn Margeir Hauksson, leikmaður Víkings úr Reykjavík, varð fyrir því óláni að meiðast á hné á dögunum og er hann á leið í speglun. Óvíst er hvort hann geti spilað með Víkingi í sumar vegna meiðslanna en Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkings greindi frá í viðtali við Fótbolta.net. Vitað var að Sveinn myndi ekki spila mikið með Víkingi í sumar en hann er í háskólanámi úti í Bandaríkjunum.
Benoný Breki Andrésson skoraði sín fyrstu mörk á Englandi fyrir Stockport í 2:1-sigri liðsins gegn lærisveinum Steves Bruce í Blackpool í ensku C-deildinni í knattspyrnu á laugardag. Benoný lék seinni hálfleikinn og skoraði aðeins mínútu eftir að hann kom inn á. Framherjinn var aftur á ferðinni á 81. mínútu með sigurmarkið. Benoný kom til Stockport frá KR eftir að hann sló markametið í efstu deild Íslands.
...