Magnea Marín Halldórsdóttir
magnea@mbl.is
Sjór gekk yfir grjótvarnargarðana í Garðskaga í Suðurnesjabæ og hreif með sér lítinn hund um 16 metra, en hundurinn var í göngutúr með eigendum sínum.
Þorsteinn Ingi Einarsson, annar eigandi hundsins, lýsti atvikinu í samtali við Morgunblaðið.
„Við vorum að labba með hundinn á föstudaginn og það fór gusa akkúrat yfir varnargarðinn þar sem ég og hundurinn vorum, hún er yorkie-hundur og er fjögur kíló, og sjórinn tók hundinn sextán metra. Skolaði honum inn í hestagirðinguna. Þá var akkúrat risagusa þar sem við vorum,“ segir Þorsteinn.
Hundurinn er öruggur heima
Atvikið átti sér stað á föstudaginn og er hundurinn fullkomlega öruggur og í góðu yfirlæti hjá eigendum sínum.
Mikil sjávarflóð hafa verið í Suðurnesjabæ síðustu tvo daga og grjóthnullungar skolast inn á land frá varnargörðunum. Grjót hefur verið
...