Sniðug ný hugbúnaðarlausn spratt upp úr starfsnámsdvöl nemanda við Háskólann í Reykjavík hjá Samskipum og gæti hugbúnaðurinn bráðum verið kominn í notkun víða um heim. Um er að ræða kerfi sem heldur utan um lausavöruflutninga og bætir flæði…
Gagnsæi „Hver palletta er merkt, skönnuð og mynduð og allar upplýsingar um ferðir sendingarinnar bókaðar í kerfi,“ segir Rebekka. Viðskiptavinurinn getur fylgst með hverri einustu pallettu og allt er orðið einfaldara.
Gagnsæi „Hver palletta er merkt, skönnuð og mynduð og allar upplýsingar um ferðir sendingarinnar bókaðar í kerfi,“ segir Rebekka. Viðskiptavinurinn getur fylgst með hverri einustu pallettu og allt er orðið einfaldara. — Morgunblaðið/Hákon

Viðtal

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Sniðug ný hugbúnaðarlausn spratt upp úr starfsnámsdvöl nemanda við Háskólann í Reykjavík hjá Samskipum og gæti hugbúnaðurinn bráðum verið kominn í notkun víða um heim.

Um er að ræða kerfi sem heldur utan um lausavöruflutninga og bætir flæði upplýsinga, eykur skilvirkni og minnkar líkurnar á að sendingar verði fyrir hnjaski. Forritið hefur fengið nafnið LÓA sem vísar til íslenska mófuglsins en er líka skammstöfun á „Logistics Operations App“.

Rebekka Bjarnadóttir er leiðtogi umbóta og ferlaþróunar hjá Samskipum og hafði frumkvæði að því að HR og Samskip efndu til samstarfs um starfsnám árið 2022. Á þremur árum hafa fimm nemendur við háskólann haft viðdvöl hjá flutningafyrirtækinu og þar af var

...