Sigurður Helgi Stefánsson fæddist 14. janúar 1984. Hann lést 4. febrúar 2025.

Útför Sigurðar fór fram 14. febrúar 2025.

Það er óraunverulegt að hugsa til þess, að innan við áratug frá því Stebbi frændi varð bráðkvaddur sé sonur hans, Siggi Helgi, einnig fallinn frá eftir erfiða en hetjulega baráttu við illvígt mein.

Hvernig má það vera að þessum elskandi eiginmanni og föður þriggja ungra barna sé kippt frá hinni jarðnesku vist svo ungum að árum?

Manni er svara vant en óhjákvæmilega verður manni hugsað til hinna fleygu huggunarorða að þeir deyja ungir sem guðirnir elska, sem þó duga svo skammt er nístandi sársaukann ber að.

Minn kæri frændi var sannarlega elskulegur maður sem sást ekki bregða fyrir án þess að hann tæki á

...