
Íslandsmeistarar Víkingarnir Nevena Tasic og Ingi Darvis Rodríguez kát með sigurinn í einliðaleik á Íslandsmótinu í borðtennis í TBR-höllinni.
— Morgunblaðið/Ólafur Árdal
Ingi Darvis Rodríguez og Nevana Tasic urðu í gær Íslandsmeistarar í einliðaleik í borðtennis en Íslandsmótið var haldið í TBR-höllinni.
Ingi, sem keppir fyrir Víking, fagnaði sínum þriðja Íslandsmeistaratitli er hann sigraði Magnús Gauta Úlfarsson úr BH í úrslitum, 4:2.
Nevena keppir einnig fyrir Víking. Hún endurheimti Íslandsmeistaratitilinn en Sól Kristínardóttir Mixa varð Íslandsmeistari á síðasta ári.
Þar á undan vann Nevena þrjú ár í röð og hefur hún því orðið Íslandsmeistari fjórum sinnum. Nevena sigraði Guðbjörgu Völu Gunnarsdóttur úr KR örugglega, 4:0, í úrslitum.
Birgir Ívarsson og Magnús Gauti urðu Íslandsmeistarar í tvílíðaleik karla eftir sigur á Inga Darvis og Magnúsi Jóhanni
...