Flug Kanna þarf umhverfisáhrif.
Flug Kanna þarf umhverfisáhrif.

Ríkisstjórn Bretlands hefur ákveðið að veita umsagnaraðilum lengri frest til að koma sjónarmiðum á framfæri vegna fyrirhugaðrar stækkunar Gatwick-flugvallar í Lundúnum. Verður endanleg ákvörðun því ekki tekin fyrr en í lok október næstkomandi. Er það fréttaveita AFP sem greinir frá þessu.

Gatwick-völlur er annar fjölfarnasti flugvöllur Bretlandseyja, næstur á eftir Heathrow. Hann er að mestu í eigu frönsku samsteypunnar Vinci Airports og er fyrirhuguð stækkun einkaframkvæmd. Snýr hún að því að taka í fulla notkun neyðarbraut en til þess þarf að fá fram sjónarmið þeirra sem áhyggjur hafa af hugsanlegum umhverfisáhrifum. Verði af breytingunni mun Gatwick hafa tvær stórar brautir í fullri notkun undir farþega- og fraktflug.