Forstjóri Líflands segir stefnu íslenskra stjórnvalda hvað innlendan landbúnað varðar í algjörri andstöðu við það sem nágrannaríki okkar gera nú í ljósi ótryggra aðstæðna í heimsviðskiptum.
Þorri Evrópuríkja niðurgreiði og styrki landbúnaðarframleiðslu, m.a. til að tryggja fæðuöryggi. Gangi áform fjármálaráðherra eftir, að fella niður toll á innfluttum pítsuosti, felist í því ákvörðun um að draga saman markað fyrir íslenska mjólkurframleiðslu um nokkrar milljónir lítra. Gætu einhverjir bændur þurft að bregða búi. Þá geti aðgerðir og aðgerðaleysi stjórnvalda orðið til þess að hveitiframleiðsla leggist af hér á landi, sem bitnar á öryggisbirgðum. » 16