Spennan á lokadegi 45. landsfundar Sjálfstæðisflokksins var nánast áþreifanleg, þar sem fólk var fram á síðustu mínútu að reyna að sannfæra hvert annað um ágæti síns frambjóðanda, meðan aðrir voru í símanum að athuga hvort fólk væri ekki örugglega að koma og kjósa

Formaður Guðrún Hafsteinsdóttir var hyllt af landsfundi þegar kjöri nýs formanns Sjálfstæðisflokksins var lýst.
— Morgunblaðið/Ólafur Árdal
Í brennidepli
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Spennan á lokadegi 45. landsfundar Sjálfstæðisflokksins var nánast áþreifanleg, þar sem fólk var fram á síðustu mínútu að reyna að sannfæra hvert annað um ágæti síns frambjóðanda, meðan aðrir voru í símanum að athuga hvort fólk væri ekki örugglega að koma og kjósa.
Þótt það gengi á með hryðjum utandyra var hitinn í Laugardalshöll töluverður, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu.
Aukin skjálftavirkni
Landsfundardagana á undan hafði ekki minna borið á þessu, ekki síst kannski á mannamótum í kringum landsfundinn, þar sem jafnvel sást til þingmanns hækka róminn og ungliða brýna raustina enn hærra.
...