Spennan á lokadegi 45. landsfundar Sjálfstæðisflokksins var nánast áþreifanleg, þar sem fólk var fram á síðustu mínútu að reyna að sannfæra hvert annað um ágæti síns frambjóðanda, meðan aðrir voru í símanum að athuga hvort fólk væri ekki örugglega að koma og kjósa
Formaður Guðrún Hafsteinsdóttir var hyllt af landsfundi þegar kjöri nýs formanns Sjálfstæðisflokksins var lýst.
Formaður Guðrún Hafsteinsdóttir var hyllt af landsfundi þegar kjöri nýs formanns Sjálfstæðisflokksins var lýst. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Í brennidepli

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Spennan á lokadegi 45. landsfundar Sjálfstæðisflokksins var nánast áþreifanleg, þar sem fólk var fram á síðustu mínútu að reyna að sannfæra hvert annað um ágæti síns frambjóðanda, meðan aðrir voru í símanum að athuga hvort fólk væri ekki örugglega að koma og kjósa.

Þótt það gengi á með hryðjum utandyra var hitinn í Laugardalshöll töluverður, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu.

Aukin skjálftavirkni

Landsfundardagana á undan hafði ekki minna borið á þessu, ekki síst kannski á mannamótum í kringum landsfundinn, þar sem jafnvel sást til þingmanns hækka róminn og ungliða brýna raustina enn hærra.

...