„Ég er bjartsýnni núna en á föstudaginn, mér finnst mjög mikilvægt að sjá og skynja að Evrópa er virkilega að rísa upp og undir þeirri ábyrgð að standa með Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í samtali við…

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

„Ég er bjartsýnni núna en á föstudaginn, mér finnst mjög mikilvægt að sjá og skynja að Evrópa er virkilega að rísa upp og undir þeirri ábyrgð að standa með Úkraínu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið og vísar til fundar Volódimírs Selenskís Úkraínuforseta og breska forsætisráðherrans Keirs Starmers í London í gær, sem fleiri þjóðarleiðtogar sátu enn fremur. Kveðst ráðherra telja það ágætislausn að í hlut Englendinga og Frakka, með aðkomu fleiri þjóða, komi að móta tillögu sem svo verði lögð fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta og stjórn hans.

„Það er alveg ljóst að Evrópa ætlar sér að verja Úkraínu, en hún þarf líka einhverjar baktryggingar með Bandaríkjunum,“ segir Þorgerður Katrín og ítrekar að hún sé

...