
Guðmundur Sv. Hermannsson
Zero Day, bandarísk sjónvarpsþáttaröð sem streymisveitan Netflix framleiðir um pólitísk undirmál, hryðjuverk og netárásir þar sem Robert De Niro leikur aðalhlutverkið og Jesse Plemons, Joan Allen, Angela Bassett, Matthew Modine og Lizzy Caplan eru að auki í stórum hlutverkum. Getur það klikkað?
Svarið er, tja. De Niro er í fínu formi þótt hann sé skriðinn yfir á níunda áratuginn og skokkar léttilega úti með hundinn sinn á milli þess sem hann leitar uppi skúrkana. Og leikararnir sem ég nefndi hér á undan standa sig einnig með prýði eins og þeirra er von og vísa.
Í þáttunum er reynt að bregða upp spegilmynd af bandarísku samfélagi þar sem ýmislegt amar að, hver höndin er upp á móti annarri í stjórnmálakerfinu, gráðugir auðmenn reyna
...