
Valdís Lína Viktoría Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur (ávallt kölluð Lína) fæddist í Reykjavík 12. febrúar 1948. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. febrúar 2025.
Foreldrar Línu voru Kristin Valdimarsdóttir húsmóðir, f. 1924, d. 2012, og Gunnar Magnússon skipstjóri, f. 1921, d. 2015. Systkini Línu eru Magnús, f. 1946, og Kristín, f. 1953.
Eftirlifandi eiginmaður er Sveinbjörn Steingrímsson byggingatæknifræðingur, f. 2.11. 1944. Lína og Sveinbjörn gengu í hjónaband í ágúst 1971.
Börn þeirra eru: 1) Kristín, f. 23.9. 1972, maki Steven Parrott, dóttir hans er Zoe Parrott. 2) Steingrímur, f. 1.10. 1976, maki Auður Lind Aðalsteinsdóttir, börn þeirra eru Hanna María og Sveinbjörn Viktor Aðalsteinn.
Lína lauk prófi frá Hjúkrunarskóla Íslands
...