Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi þingmaður Pírata, hef­ur verið kjör­in formaður lífs­skoðun­ar­fé­lags­ins Siðmennt­ar. Arn­dís hlaut 56 greidd at­kvæði gegn 20 at­kvæðum Svans Sig­ur­björns­son­ar en auk þess fékk…
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi þingmaður Pírata, hef­ur verið kjör­in formaður lífs­skoðun­ar­fé­lags­ins Siðmennt­ar.

Arn­dís hlaut 56 greidd at­kvæði gegn 20 at­kvæðum Svans Sig­ur­björns­son­ar en auk þess fékk Sig­urður Rún­ars­son eitt at­kvæði en Sig­urður hafði þá dregið fram­boð sitt til baka.

Inga Auðbjörg Straum­land, sem hafði verið formaður Siðmennt­ar í sex ár, sótt­ist ekki eft­ir end­ur­kjöri.