Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, hefur verið kjörin formaður lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar. Arndís hlaut 56 greidd atkvæði gegn 20 atkvæðum Svans Sigurbjörnssonar en auk þess fékk…

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, hefur verið kjörin formaður lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar.
Arndís hlaut 56 greidd atkvæði gegn 20 atkvæðum Svans Sigurbjörnssonar en auk þess fékk Sigurður Rúnarsson eitt atkvæði en Sigurður hafði þá dregið framboð sitt til baka.
Inga Auðbjörg Straumland, sem hafði verið formaður Siðmenntar í sex ár, sóttist ekki eftir endurkjöri.