
Arnar Þórisson
Við lifum óvenjulega tíma þessi misserin, þar sem í senn steðja að öryggisógnir og miklar viðsjár í alþjóðaviðskiptum með breyttri afstöðu Bandaríkjanna til milliríkjaviðskipta. Hvort tveggja er ógn við öryggi og afkomu eyþjóðar á borð við Íslendinga. Það er við þessar aðstæður sem tal stjórnmálamanna um mikilvægi þess að tryggja fæðuöryggi ætti að fá aukinn þunga og hljómgrunn.
Ný ríkisstjórn hefur í orði kveðnu lagt áherslu á mikilvægi þess að tryggja fæðuöryggi, m.a. með sjálfbærri innlendri framleiðslu og auknu birgðahaldi á kornvörum eins og nágrannaríkin leggja áherslu á. Því miður er munur á orðum og efndum. Raunar gengur það eina nýja sem fram hefur komið frá ríkisstjórninni um þetta efni algerlega til gagnstæðrar áttar. Ég er þar að vísa til yfirlýsingar fjármálaráðherra um að hann hyggist fella niður toll á innfluttum
...