
Hlíðarendi Kristófer Acox fyrirliði Valsmanna sækir að körfu ÍR-inga í leik liðanna á laugardaginn. Daninn Zarko Jukic reynir að verjast honum.
— Morgunblaðið/Hákon
Höttur féll á laugardag úr úrvalsdeild karla í körfubolta er liðið tapaði á útivelli gegn KR, 97:75. Haukar féllu á föstudaginn og er fallbaráttan því ráðin, þrátt fyrir að enn séu þrjár umferðir eftir af deildinni.
Höttur er með átta stig, átta stigum á eftir ÍR sem er í síðasta örugga sætinu. Með sigrinum fór KR upp í 7. sæti, þar sem liðið er með 18 stig og í hörðum slag um sæti í úrslitakeppninni. ÍR og KR komu saman upp í efstu deild fyrir tímabilið.
Linards Juanzems lék vel fyrir KR, skoraði 29 stig og tók 13 fráköst. Obadiah Trotter skoraði 17 stig fyrir Hött.
Valur er í fjórða sæti með 22 stig eftir sigur á ÍR í Reykjavíkurslag á Hlíðarenda, 90:87, í spennandi leik.
ÍR er áfram í 10. sæti með
...