„Það var alveg frábært að fá tækifæri til að fara á þessa stóru sýningu með samnemendum og kennurum,“ segir Ingiberg Daði Kjartansson, nemandi í Landbúnaðarháskóla Íslands, en hann fór á dögunum á stóra landbúnaðarsýningu í París, Paris International Agricultural Show
Holdanaut Hér er verið að meta holdanaut af tegundinni Limousin sem nemendur okkar úr Landbúnaðarháskólanum tóku þátt í að meta.
Holdanaut Hér er verið að meta holdanaut af tegundinni Limousin sem nemendur okkar úr Landbúnaðarháskólanum tóku þátt í að meta.

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Það var alveg frábært að fá tækifæri til að fara á þessa stóru sýningu með samnemendum og kennurum,“ segir Ingiberg Daði Kjartansson, nemandi í Landbúnaðarháskóla Íslands, en hann fór á dögunum á stóra landbúnaðarsýningu í París, Paris International Agricultural Show. Nemendum á öðru ári í búfræði var boðið í gegnum Erasmus-samstarfið.

„Það var hægt að velja um nokkra flokka til að keppa í og við tókum þátt í nautgripadómum. Þar þurftum við að velja tvö kyn; annað af mjólkurkúakyni og hitt af holdakúakyni, og þar völdum við Holstein-kýr sem mjólkurkýr og Limousin sem holdakýr,“ segir Ingiberg.

Ekki neinar landnámskýr

Hann segir að þau skólasystkinin hann,

...