
Kort sem sýnir vindaspá.
Veðurstofa Íslands varar við slæmu veðri fyrri part dags. Gular eða appelsínugular viðvaranir voru gefnar út í gær fyrir flesta landshluta en veðrið verður hvað verst á vestanverðu landinu. Þar er varað við vestanátt 18-23 m/s, snörpum vindhviðum og éljum með lélegu skyggni. Útlit er fyrir talsverðan áhlaðanda með tilheyrandi líkum á sjávarflóðum. Varað er við ferðalögum.
Stórgrýti gekk á land víða um helgina. Reykjavíkurborg bað vegfarendur að sýna aðgát við „sérstakar veðuraðstæður“ í borginni. Sjór, grjót og þari gengu yfir veg á Kjalarnesi sem var lokað tímabundið.