
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Við munum taka á móti gæludýrum sem þurfa læknisskoðun vegna slysa og bráðra veikinda og bjóðum upp á samfellda innlögn og gjörgæsluvistun fyrir þau dýr sem það þurfa,“ segir Helga Lísa Helgadóttir dýralæknir en hún, ásamt Helgu Hjartardóttur dýralækni, opnaði á laugardaginn Animalíu, bráðaþjónustu fyrir gæludýr, í Jónsgeisla 95 í Grafarholti. Þar verður opin bráðaþjónusta 24 tíma sólarhrings alla daga vikunnar.
Animalía er fyrsta þjónusta sinnar tegundar á Íslandi og segja stofnendurnir að í gegnum störf sín í dýralækningum hafi þær orðið varar við þörf fyrir þessa þjónustu, enda hefur gæludýraeign á höfuðborgarsvæðinu aukist mjög mikið með fólksfjölgun síðustu ára. „Við þekkjum alveg þörfina á þessari þjónustu og höfum séð það í okkar störfum að dýralæknar eru alveg að drukkna því álag hefur aukist mikið vegna aukinnar
...