
Donald Trump hefur beðið Howard Lutnick, nýjan viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, að skoða hvort gera þurfi breytingar á tollum á innfluttu timbri til verndar þjóðaröryggi. Áður hefur Trump hækkað tolla á stál og ál með vísan til þess að það varði þjóðaröryggishagsmuni að Bandaríkin séu ekki öðrum háð um framleiðslu þessarar hrávöru.
Reuters hefur eftir fulltrúa Hvíta hússins að timburinnflutningur kunni að skapa öryggisvanda þar eð Bandaríkjaher noti mikið magn af timbri við smíði mannvirkja af ýmsu tagi, og þá geti það skaðað bandaríska hagkerfið að flytja inn timbur að utan meðan nóg timbur er að finna í bandarískum skógum.
Samhliða tilmælunum til Lutnick gaf Trump fyrirmæli um að liðkað yrði fyrir timburframleiðslu innanlands m.a. með því að einfalda það leyfisveitingaferli sem þarf að fylgja þegar tré eru felld á landi í eigu hins
...