FH varð á laugardag bikarmeistari í frjálsíþróttum innanhúss í fimmta skipti í röð eftir sigur á heimavelli sínum í Kaplakrika. FH hefur unnið allar bikarkeppnir innanhúss frá árinu 2020 en ekki var keppt árið 2021 vegna covid

Tvær Irma Gunnarsdóttir úr FH í háloftunum í Kaplakrika á laugardag. Hún vann tvær greinar á bikarmótinu og sótti mikilvæg stig fyrir FH-inga.
— Ljósmynd/FRÍ
Frjálsar
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
FH varð á laugardag bikarmeistari í frjálsíþróttum innanhúss í fimmta skipti í röð eftir sigur á heimavelli sínum í Kaplakrika. FH hefur unnið allar bikarkeppnir innanhúss frá árinu 2020 en ekki var keppt árið 2021 vegna covid.
Öll árin til þessa hefur FH unnið í karla- og kvennaflokki og því örugglega samanlagt. Nú vann hins vegar sameiginlegt lið Fjölnis og UMSS í karlaflokki og FH í kvennaflokki.
FH fékk alls 145 stig, sjö stigum meira en ÍR sem varð í öðru sæti. Fjölnir/UMSS varð í þriðja sæti með 123 stig. Fjölnir/UMSS fékk 76 stig í karlaflokki, eins og FH í kvennaflokki.
Erna setti mótsmet
Eitt
...