
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
Um langt skeið hefur Reykjavíkurborg lagt áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Félagsbústaðir eiga rúmlega 3.000 íbúðir, sem er fjórföldun frá aldamótum, en samt eru um 700 manns fastir á biðlista því að eftirspurnin hefur vaxið hraðar en eignasafnið. Á sama tíma glíma Félagsbústaðir við alvarlegan fjárhagsvanda. Afborganir lána og kostnaður vegna viðhalds og standsetningar íbúða hafa vaxið svo hratt að tekjurnar af rekstrinum duga vart lengur. Hagnaðinn sem fæst af endurmati á stóru eignasafni Félagsbústaða er einungis hægt að losa út með eignasölu og ekki vilja Félagsbústaðir fara að reka fólk á dyr.
Að styðja við fólkið en ekki bara kerfið
Það er sérstakt markmið Reykjavíkurborgar að 5% af öllu húsnæði í borginni séu félagsleg, en stórt félagslegt kerfi er ekki
...