Guðný Björg Bjarnadóttir fæddist 22. október 1972. Hún lést 12. febrúar 2025. Útför hennar fór fram 28. febrúar 2025.

Kynni okkar Guðnýjar hófust þegar við byrjuðum allar þrjár á sama tíma í kennaranámi við HA haustið 2014. Guðný og Erla voru ekki lengi að krunka sig saman fyrsta daginn, að hennar frumkvæði. Við sátum saman í öllum tímum og þegar kom að hópaverkefnum var boltinn þegar farinn að rúlla í vináttu okkar og samvinnu. Smám saman bættist Hildur í hópinn. Það voru ófáar stundirnar sem við sátum hver á sínum stað, hún í Fnjóskadal, Hildur á Hvolsvelli og Erla á Egilsstöðum, og unnum saman hópaverkefni. Á þeim tíma fóru fundirnir fram á Skype, eða Facetime. Verkefnum var kastað fram og til baka þar sem hver og ein fékk að njóta sinna styrkleika. Oft var spjallað um heima og geima á þessum fundum okkar þar sem lífsviðhorf og málefni voru rædd. Stundum fór meiri tími í spjall en nám

...