Í ljósi breyttra aðstæðna er skorað á lífeyrissjóði að endurskoða markmið um 660 milljarða fjárfestingu í grænum lausnum.
Frosti Sigurjónsson
Frosti Sigurjónsson

Frosti Sigurjónsson

Í október 2021 tilkynntu þrettán íslenskir lífeyrissjóðir markmið um að fjárfesta 580 milljarða króna „í verkefnum sem tengjast hreinni orku og öðrum umhverfisvænum lausnum“ fram til ársins 2030. Sjóðirnir vildu með þessu vera virkir þátttakendur í að auka hlut grænna fjárfestinga og vinna að því markmiði að minnka losun gróðurhúsalofttegunda til samræmis við ákvæði Parísarsáttmálans.

Við lok árs 2022 voru sjóðirnir á bak við áheitin orðnir fjórtán og markmiðið komið í 660 milljarða króna. Þetta var hluti af átaki norrænna lífeyrissjóða undir merkjum Climate Investment Coalition með aðsetur í Danmörku. Á vef Climate Investment Coalition segir að stefnt sé að eftirfylgni og upplýsingagjöf um framganginn en á því hefur orðið misbrestur og ekki ljóst hve mikið af markmiðinu hefur þegar

...