Fram og Haukar tryggðu sér langþráða bikarmeistaratitla í handbolta þegar úrslitaleikirnir fóru fram á Ásvöllum í Hafnarfirði á laugardag. Í kvennaflokki voru Haukar ávallt skrefinu á undan gegn Fram og unnu sanngjarnan fimm marka sigur, 25:20

Fram Magnús Öder Einarsson lyftir bikarnum fyrir Framara á Ásvöllum við mikla kátínu liðsfélaga sinna eftir sigurinn á Stjörnumönnum.
— Morgunblaðið/Ólafur Árdal
Bikarúrslit
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Fram og Haukar tryggðu sér langþráða bikarmeistaratitla í handbolta þegar úrslitaleikirnir fóru fram á Ásvöllum í Hafnarfirði á laugardag.
Í kvennaflokki voru Haukar ávallt skrefinu á undan gegn Fram og unnu sanngjarnan fimm marka sigur, 25:20. Var sigurinn sá fimmti hjá Haukum og sá fyrsti frá árinu 2007.
Mikil uppbygging hefur verið hjá kvennaliði Hauka undanfarin ár og augljóslega meiri metnaður en var árum saman, þegar liðið komst aðeins einu sinni í úrslit frá 2008 og þar til á laugardag. Liðið er skemmtilega sett saman og ungir leikmenn fá að njóta þess að spila með reynslubolta eins og Rut Jónsdóttur. Ungu leikmennirnir eru ekki bara ungir, þeir eru gríðarlega
...