„Hvernig sem ég skakaði beit ekki á hjá mér.“ Þarna er sögnin að skaka í þátíð sem virðist kannski barnamál en þannig beygist hún t.d. þegar maður er á skaki, handfæraveiðum, maður skakar: hreyfir færið upp og niður

„Hvernig sem ég skakaði beit ekki á hjá mér.“ Þarna er sögnin að skaka í þátíð sem virðist kannski barnamál en þannig beygist hún t.d. þegar maður er á skaki, handfæraveiðum, maður skakar: hreyfir færið upp og niður. Þátíðin skók lýsir því er e-ð hristist: „Jarðskjálftinn skók húsið.“ Og í nútíð skekur hann það.