Nýliðinn landsfundur Sjálfstæðisflokksins helgaðist nær einvörðungu af kosningum til forystu flokksins, þótt vissulega væri um nóg annað að vera á fundinum og í kringum hann. Þar á meðal við mannamót þar sem flokksmenn blönduðu geði og endurnýjuðu…
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir — Morgunblaðið/BIG

Baksvið

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Nýliðinn landsfundur Sjálfstæðisflokksins helgaðist nær einvörðungu af kosningum til forystu flokksins, þótt vissulega væri um nóg annað að vera á fundinum og í kringum hann. Þar á meðal við mannamót þar sem flokksmenn blönduðu geði og endurnýjuðu kynnin milli þess sem þeir skeggræddu hvernig forystukjörið færi.

Málefnastarfið var líka öflugt, þótt sannast sagna væru ályktanir fundarins frekar fyrirsjáanlegar og ekki mikið um nýmæli eða veigamiklar stefnubreytingar. Jafnvel meginályktun fundarins, stjórnmálaályktunin, var frekar hefðbundin og hófsöm, svo hófsöm að það gleymdist að gagnrýna ríkisstjórnina!

Margvíslegar tillögur um breytingar á skipulagsreglum flokksins hlutu

...