Fjallað verður um sýninguna Fjallabak, sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu 28. mars, í Leikhúskaffi á Borgarbókasafninu Kringlunni í dag kl. 17.30-18.30. Leikstjórinn Valur Freyr Einarsson segir frá sýningunni en verkið byggist á…

Fjallað verður um sýninguna Fjallabak, sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu 28. mars, í Leikhúskaffi á Borgarbókasafninu Kringlunni í dag kl. 17.30-18.30. Leikstjórinn Valur Freyr Einarsson segir frá sýningunni en verkið byggist á Pulitzerverðlaunasmásögu Annie Proulx, „Brokeback Mountain“, en samnefnd kvikmynd Ang Lee er einnig vel þekkt. Eftir spjallið verður gengið samferða yfir á Nýja svið Borgarleikhússins þar sem sjá má leikmyndina og boðið verður upp á umræður.