„Sporðdrekapælingin kom fyrst inn sem titill á bókina, og þá var ég að nota titilinn til að undirstrika tilfinningu fyrir einhverjum dularfullum öflum sem eru á bak við allt,“ segir Dagur Hjartarson rithöfundur sem sendi í fyrra frá sér skáldsöguna Sporðdreka

Dagur „Allur ómöguleiki innra með einni manneskju finnst mér mjög áhugavert umfjöllunarefni.“
— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Viðtal
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Sporðdrekapælingin kom fyrst inn sem titill á bókina, og þá var ég að nota titilinn til að undirstrika tilfinningu fyrir einhverjum dularfullum öflum sem eru á bak við allt,“ segir Dagur Hjartarson rithöfundur sem sendi í fyrra frá sér skáldsöguna Sporðdreka. Sagan gerist að mestu á einum degi, 28. október, og fjallar um pör sem hafa hætt saman en leiðir þeirra liggja óvænt saman þessa nótt.
„Sporðdrekapælingin kom alls ekki fyrst, hún kom þegar leið á skrifin og þessi vefur var að teiknast upp fyrir mér. Þá áttaði ég mig á því að tvær persónur sögunnar deildu afmælisdegi og sporðdrekapælingin kom þó nokkuð aftan að mér. Ég bara elti þessar persónur þegar þær urðu til, fyrst kom ein og svo
...