Bakvörður vaknaði fyrir allar aldir um liðna helgi. Haldið var á Nettómótið á Suðurnesjum með átta ára stelpuna. Það er stærðarinnar tveggja daga körfuboltamót fyrir stelpur og stráka. Þátttakendur í ár voru 1.222, fjöldi leikja var tæplega 700 og…

Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Bakvörður vaknaði fyrir allar aldir um liðna helgi. Haldið var á Nettómótið á Suðurnesjum með átta ára stelpuna. Það er stærðarinnar tveggja daga körfuboltamót fyrir stelpur og stráka.
Þátttakendur í ár voru 1.222, fjöldi leikja var tæplega 700 og samanlagður fjöldi liða (sum félög tefldu fram á þriðja tug liða) var 244.
Það er ekki heiglum hent að skipuleggja svona mót og eiga Keflavík og Njarðvík, sem standa í sameiningu að mótinu, mikið hrós skilið fyrir hvernig til tókst.
Öll lið fengu að minnsta kosti fimm leiki og fyrir átta ára stelpur voru það ágætis viðbrigði að fara úr því að spila 1x12 mínútur á móti hjá Val skömmu fyrir jól í að spila 2x12 mínútur í
...