Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur gefið út skýrslu um leigumarkaðinn, Vegvísi leigumarkaðar 2025. Í skýrslunni kemur fram að vægi leigumarkaðarins hafi aukist á síðustu tveimur áratugum. Þar sé það einkum ör fólksfjölgun vegna fjölgunar…
Leigumarkaður Drengur Þorsteinsson hjá HMS kynnir skýrsluna.
Leigumarkaður Drengur Þorsteinsson hjá HMS kynnir skýrsluna.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur gefið út skýrslu um leigumarkaðinn, Vegvísi leigumarkaðar 2025. Í skýrslunni kemur fram að vægi leigumarkaðarins hafi aukist á síðustu tveimur áratugum.

Þar sé það einkum ör fólksfjölgun vegna fjölgunar innflytjenda ásamt hækkun húsnæðisverðs umfram leiguverð sem hafi aukið eftirspurn eftir leiguíbúðum. Leiguverð íbúða í eigu einstaklinga og hagnaðardrifinna leigufélaga hafi hækkað töluvert að raunvirði á síðustu misserum samhliða aukinni greiðslubyrði fasteignalána. Þó hafi leiguverð hækkað mun minna en fasteignaverð á síðustu tveimur áratugum.

Áhugavert er að sjá í skýrslunni að vísbendingar séu um að leiguverð muni hækka á næstu misserum þar sem hlutfall leiguverðs af fasteignaverði er sögulega lágt og framboð íbúðarhúsnæðis anni ekki eftirspurn.

...