Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson hefur samið yfir 100 lög útsett með nótum við texta sína og nú er Tónverkamiðstöðin að skrá lögin hans inn á icelandicmusic.is. Lögin eru útsett fyrir karla- og kvennakóra auk einsöngslaga
Með marga hatta Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson hefur komið víða við til sjós og lands.
Með marga hatta Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson hefur komið víða við til sjós og lands. — Morgunblaðið/Hákon

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson hefur samið yfir 100 lög útsett með nótum við texta sína og nú er Tónverkamiðstöðin að skrá lögin hans inn á icelandicmusic.is. Lögin eru útsett fyrir karla- og kvennakóra auk einsöngslaga. Efnið samdi hann á undanförnum tugum ára og hefur það legið í möppum og skúffum engum til sýnis og brúks. Hann hefur verið sérstaklega afkastamikill undanfarin tvö ár og er einnig með tilbúið efni í tvær ljóðabækur auk þess sem hann ætlar að gefa út fyrrnefndar nótur og ljóð. „Ég er þakklátur öllum sem hafa útsett fyrir mig, en ég sem eina til þrjár stökur á hverjum degi og hef samið mörg þúsund stökur og ljóð.“

Fyrir um 60 árum, þegar Hafsteinn var hálfþrítugur, byrjaði hann að semja lög og texta. Hann hefur gefið út sjö ljóðabækur og

...