Í tengslum við tímaritið The Economist er rekin upplýsingaþjónusta, sem nefnist Economist Intelligence Unit og tekur saman yfirlit yfir stöðu lýðræðis í löndum heims. Nýjasti listinn kom út í liðinni viku og er Ísland þar í fjórða sæti. Það hlýtur að koma þeim, sem iðulega fárast yfir því að hér sé allt í klessu, þægilega – eða óþægilega – á óvart.
Norðmenn tróna í efsta sæti á þessum lista, Nýsjálendingar eru í öðru sæti, Svíar því þriðja og svo Ísland. Alls teljast 25 ríki á listanum búa við fullt lýðræði.
Í fyrra voru haldnar kosningar í rúmlega 70 löndum og býr í þeim um helmingur mannkyns. Alls gengu 1,65 milljarðar manna að kjörborðinu.
Þetta kann að hljóma vel, en ekki er það þó með öllu. Ýmsir þættir eru vegnir og metnir í matinu, allt frá framkvæmd kosninga til
...