
Eyjamaður Erlingur tekur enn og aftur við ÍBV fyrir næsta tímabil.
— Morgunblaðið/Eggert
Erlingur Birgir Richardsson tekur við karlaliði ÍBV í handbolta í þriðja skipti eftir tímabilið en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í gær. Erlingur tekur við liðinu af Magnúsi Stefánssyni sem tekur við kvennaliði ÍBV af Sigurði Bragasyni eftir tímabilið. Erlingur þjálfaði karlalið ÍBV fyrst frá 2002 til 2005 og svo aftur frá 2018 til 2023 og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum síðasta árið. Hann þjálfaði síðast karlalandslið Sádi-Arabíu.