
Fögnuður Íslenska liðið fagnar sæti á lokamóti EM sem fram fer í haust.
— Morgunblaðið/Ólafur Árdal
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik er í sjötta og neðsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í riðlakeppni EM 2025, sem hefst í lok ágúst. Ísland tryggði sér sæti á EM með glæsilegum sigri á Tyrklandi í undankeppninni í Laugardalshöll í síðasta mánuði. Mótið fer fram í Lettlandi, Póllandi, Finnlandi og á Kýpur. Leikið verður í fjórum sex liða riðlum og því mun eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki dragast í hvern riðil.