
Dmitrí Peskov
Samstaða Vesturlanda um stuðning við Úkraínu er að molna. Sú uppákoma sem átti sér stað í Hvíta húsinu í síðustu viku, þegar Úkraínuforseti sat fund með starfsbróður sínum vestanhafs, sýnir algjöra vankunnáttu Volodimírs Selenskís á sviði diplómasíu. Fundur forsetanna var „án fordæmis“. Þetta segir Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns Rússlandsforseta.
Peskov segir boltann nú hjá leiðtogum Evrópuríkja. Það sé þeirra að setja sig í samband við ráðamenn í Bandaríkjunum í von um að draga úr þeim skaða sem Selenskí hefur valdið í samskiptum Vesturlanda, eins og Peskov orðaði það. Vilji Moskvu og Bandaríkjanna til að bæta úr ástandinu sé ekki nóg. Flest ríki Evrópu hafa frá fundinum lýst yfir stuðningi við Úkraínu.