
Þorsteinn Vilhjálmsson, doktor í menntavísindum, veltir fyrir sér hinseginleika og austurlandahyggju í Taílandsþríleik Megasar á árunum 1987 og 1988 og þeim viðbrögðum sem plötur Megasar hafa vakið frá útkomu þeirra. Fræðigrein Þorsteins, „Að lenda í þögninni“, birtist í tímaritinu Fléttum VII: Hinsegin Ísland í alþjóðlegu samhengi, þar sem hann rýnir í áhrif, viðtökur og viðhorfsbreytingar samfélagsins til hinseginleikans í samhengi við verk Megasar.
Þorsteinn segir nauðsynlegt að skilið sé á milli persónunnar Magnúsar Þórs Jónssonar og listamannsins Megasar þegar rýnt er í fræðin. „Til þess að nálgast hlutina fræðilega þarf að vera hægt að gera greinarmun á persónulegum skoðunum og siðferðisdómum annars vegar og menningarafurðum hins vegar.“
Þorsteinn er gestur Árna Matthíassonar í Dagmálum dagsins og beinir sjónum að verkum listamannsins
...