Frakklandsforseti Leið Úkraínu í átt til friðar er mikið til umræðu.
Frakklandsforseti Leið Úkraínu í átt til friðar er mikið til umræðu. — AFP/Miguel Riopa

Mikilvægt er að koma á mánaðarlöngu vopnahléi á milli Úkraínu og Rússlands. Gerist það, gefst tækifæri til að ræða varanlegan frið í Úkraínu og raunverulegur vilji Moskvuvaldsins til friðar kemur samhliða í ljós. Þetta segir Emmanuel Macron Frakklandsforseti, en hann mun ásamt stjórnvöldum í Bretlandi beita sér fyrir því að stríðandi fylkingar slíðri sverðin.

Utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Noel Barrot, tekur undir orð forseta síns um vopnahlé. „Það er grunnur að raunverulegum viðræðum um frið. Við viljum tryggja frið sem heldur, frið sem er varanlegur,“ segir hann við fréttaveitu AFP.

Hugmyndin um mánaðarlangt vopnahlé er, samkvæmt nafnlausum heimildarmanni úr stjórnkerfi Bretlands, vissulega möguleiki. Aðrar leiðir í átt að varanlegu vopnahléi séu þó einnig til skoðunar. Engin samstaða er um þessar mundir innan

...