
Varsla Matz Sels markvörður Forest varði fimmta vítið frá Ipswich.
— AFP/Paul Ellis
Nottingham Forest varð í gærkvöldi síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta er liðið sigraði Ipswich á heimavelli. Réðust úrslitin í vítakeppni. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom George Hurst Ipswich yfir á 53. mínútu. Ryan Yates jafnaði á 68. mínútu og urðu mörkin hvorki fleiri í venjulegum leiktíma né í framlengingu. Í vítakeppninni skoraði Forest úr öllum fimm spyrnum sínum en Ipswich úr fjórum.