
EM 2026
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson teflir fram mikið breyttu liði í leikjunum við Grikkland heima og úti í undankeppni EM karla í handbolta síðar í mánuðinum. Fjölmargir leikmenn eru að glíma við meiðsli og þá ætlar Snorri að gefa markverðinum unga Ísaki Steinssyni tækifærið en hann hefur leikið vel með Drammen í Noregi.
„Hann er góður og efnilegur markvörður. Hann hefur æft með okkur nokkrum sinnum og þetta er einn af þeim markvörðum sem ég held að geti orðið okkar framtíðarmarkvörður. Það tekur tíma að verða landsliðsmarkvörður. Það þarf töluverða reynslu og mér finnst þetta vera góður tímapunktur til að hefja vegferð með hann. Ég ákvað að fara þessa leið en ég er enn þá þeirrar skoðunar að Viktor og Björgvin sé
...