
Þingmenn sem hafa verið skipaðir sérstakir talsmenn barna á Alþingi tóku þátt í skemmtilegum viðburði í gær þar sem var föndrað fyrir málefni barna. Þingmennirnir föndruðu fígúrur úr leir sem eiga að minna þingmennina á að gæta að hagsmunum barna. Hver þingmaður tók svo fígúruna með sér til að setja inn á skrifstofu sína.
„Eftir að þingmennirnir höfðu lokið við að leira fígúrur sem tala fyrir málefnum barna völdu þau sér eina grein úr Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hafði verið raðað upp á spjöld í fundarherberginu og stilltu sér upp fyrir myndatöku,“ segir í tilkynningu frá UMFÍ.
Jón Pétur Zimsen og Bryndís Haraldsdóttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Jón Gnarr og María Rut Kristinsdóttir þingmenn Viðreisnar, Guðmundur Ingi Kristinsson og Kolbrún Baldursdóttir frá Flokki fólksins, Ingibjörg Davíðsdóttir og
...