
Breska tónlistarkonan Charli xcx hlaut fimm verðlaun á Bresku tónlistarverðlaununum, Brit Awards, sem fram fóru í O2-tónleikahöllinni í London á laugardagskvöld. Plata hennar Brat var valin besta plata ársins og Charli xcx valin besti tónlistarmaður ársins. Þá átti hún besta lag ársins, „Guess“ sem hún flutti ásamt Billie Eilish, og besta danstónlistaratriði ársins auk þess sem hún var valin besti lagahöfundurinn. Tónlistarkonan vakti mikla athygli síðasta sumar og gengu ýmsir svo langt að kalla árstíðina „Brat summer“ eða „Frekjudósasumar“ eftir plötunni.
Aðeins ein tónlistarkona hefur hlotið fleiri verðlaun á einni og sömu hátíðinni en það er Raye sem hlaut sex verðlaun í fyrra og setti þar með met. Hún var aftur verðlaunuð fyrir besta R&B-atriðið í ár.
Tónlistarkonan Jade var talin eiga besta poppatriðið en Charli xcx var einnig tilnefnd í þeim flokki. Þá var Sam Fender talinn eiga besta
...