Orkuflutningur Landsnets hefur meira en tvöfaldast á þeim tveimur áratugum sem fyrirtækið hefur starfað og nú blasir við að tvöfalda þurfi orkuflutninginn um flutningskerfi fyrirtækisins á nýjan leik á næstu 20 árum, meðal annars vegna orkuskipta
— Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Orkuflutningur Landsnets hefur meira en tvöfaldast á þeim tveimur áratugum sem fyrirtækið hefur starfað og nú blasir við að tvöfalda þurfi orkuflutninginn um flutningskerfi fyrirtækisins á nýjan leik á næstu 20 árum, meðal annars vegna orkuskipta.

„Það er risastórt verkefni fram undan sem helst þyrfti að gerast á skemmri tíma,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets í samtali við Morgunblaðið.

Fagna 20 ára afmæli

Vorfundur Landsnets verður haldinn á morgun, miðvikudag, en í ár fagnar fyrirtækið 20 ára afmæli sínu. Tilefni stofnunar Landsnets á sínum tíma var að með breytingum á raforkulögum var kveðið á um samkeppni á raforkumarkaði og aðskilnað raforkusölu og -dreifingar. Því voru

...