„Það er með þennan mat eins og margt annað, þetta er gott í hófi. En þetta er herramannsmatur,“ segir Jóhann Ingi Jóhannsson, kaupmaður í Kjöthöllinni í Skipholti. Sprengidagurinn er annasamur hjá kjötkaupmönnum en Jóhann og hans fólk kemur vel undirbúið til leiks í dag
Herramannsmatur Jóhann Ingi Jóhannsson kaupmaður í Kjöthöllinni hefur undirbúið sprengidaginn vel og býður upp á þrjá verðflokka af saltkjöti.
Herramannsmatur Jóhann Ingi Jóhannsson kaupmaður í Kjöthöllinni hefur undirbúið sprengidaginn vel og býður upp á þrjá verðflokka af saltkjöti. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Það er með þennan mat eins og margt annað, þetta er gott í hófi. En þetta er herramannsmatur,“ segir Jóhann Ingi Jóhannsson, kaupmaður í Kjöthöllinni í Skipholti.

Sprengidagurinn er annasamur hjá kjötkaupmönnum en Jóhann og hans fólk kemur vel undirbúið til leiks í dag.

„Ég fór að undirbúa þetta fyrir svona mánuði með innkaupum og slíku. Svo var byrjað að salta fyrir rúmri viku. Þetta er léttsaltað hjá okkur. Þannig erum við að einhverju leyti að svara kalli markaðarins enda vilja sumir minna salt en áður var. Svo koma reyndar alltaf einhverjir og segjast vilja meira salt. Þetta er vandmeðfarið enda er smekkur manna misjafn,“ segir

...