Framlegð vinnslunnar minnkar um fimm milljarða króna í ár vegna minni nýtingar í þorski sem hefur fallið úr 47% frá 2019 í 43%
Svanur Guðmundsson
Svanur Guðmundsson

Svanur Guðmundsson

Bolfiskstofnar við Ísland, einkum þorskur, standa frammi fyrir vaxandi áskorunum. Álagið á stofnana hefur aukist vegna samverkandi þátta: skorts á fæðu, hitastigsbreytinga, aukinnar samkeppni frá öðrum tegundum og breytinga á vistkerfi hafsins. Afleiðingarnar eru þegar orðnar sýnilegar – þorskur er að horast, sem dregur úr framleiðni vinnslunnar og veldur milljarða króna framlegðartapi. Á sama tíma hefur dreifing nytjastofna breyst, sem gerir veiðar óhagkvæmari og ófyrirsjáanlegri. Mikilvægt er að bregðast við þessari þróun og taka upp nýja nálgun sem endurspeglar flókið samspil náttúruafla og veiðistjórnunar.

Vísbendingar um breytingar í fæðukeðjunni

Fækkun sjófugla: Sjófuglar eru góðir vísar á aðgengi fæðu, einkum loðnu, sandsílis og smáfisks. Fækkun þeirra bendir til að

...