Knattspyrnumaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson hefur átt frábært tímabil með Düsseldorf í þýsku B-deildinni þar sem hann hefur skorað níu mörk og lagt upp önnur sex mörk í 23 deildarleikjum. Miðjumaðurinn, sem er einungis 21 árs gamall, gekk til liðs …

Öflugur Ísak Bergmann Jóhannesson hefur verið frábær fyrir Düsseldorf í þýsku B-deildinni á tímabilinu þar sem liðið er í sjöunda sæti deildarinnar.
— Ljósmynd/@f95
Þýskaland
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Knattspyrnumaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson hefur átt frábært tímabil með Düsseldorf í þýsku B-deildinni þar sem hann hefur skorað níu mörk og lagt upp önnur sex mörk í 23 deildarleikjum.
Miðjumaðurinn, sem er einungis 21 árs gamall, gekk til liðs við Düsseldorf frá danska stórliðinu Köbenhavn á láni sumarið 2023 en þýska félagið keypti hann svo síðasta sumar fyrir um tvær milljónir evra, það samsvarar tæplega 300 milljónum íslenskra króna.
Hann er uppalinn hjá ÍA á Akranesi en hefur einnig leikið með Norrköping í Svíþjóð á atvinnumannaferlinum sem hófst árið 2019, en Ísak var einungis 16 ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni.
...