Jón Leví Friðriksson fæddist 30. ágúst 1966 í Reykjavík. Hann lést 7. febrúar 2025.

Foreldrar Jóns Levís voru Friðrik Guðmundur Albert Jónsson, f. 1921, d. 2007, stýrimaður frá Bolungarvík. Foreldrar hans voru Jón Leví Friðriksson úr Húnavatnssýslu og Guðrún Jónsdóttir frá Bolungarvík. Móðir Jóns var Guðrún Anna Ingimundardóttir, f. 1925, d. 2020, húsfreyja frá Gröf í Breiðuvík. Foreldrar hennar voru Sumarliði Ingimundur Guðmundsson frá Snæfellsnesi og Magnfríður Friðrikka Sumarlínadóttir frá Dýrafirði.

Jón var ókvæntur og barnlaus. Eldri hálfsystir hans í móðurlegg er Elín Jóhannsdóttir, f. 22.8. 1944. Börn hennar eru Emil Rúnar Kárason, f. 22.12. 1967, og Ása Elínardóttir, f. 16.6. 1989.

Alsystir hans er Bára Friðriksdóttir f. 27.10. 1963, maki Guðmundur Steinþór Ásmundsson, f. 22.11. 1959,

...