
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fráfarandi forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, hefur komist að þeirri niðurstöðu að mæla með því við forsætisnefnd að ekkert verði aðhafst vegna athugasemda sem bárust vegna framgöngu Hjálmars Sveinssonar borgarfulltrúa Samfylkingarinnar.
Þann 21. ágúst 2024 barst forseta borgarstjórnar f.h. forsætisnefndar erindi Ástu Þórdísar Skjalddal Guðjónsdóttur, varaborgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, þar sem fram komu athugasemdir vegna framgöngu Hjálmars Sveinssonar á fundi umhverfis- og skipulagsráðs sama dag. Í erindinu kom fram að á fundinum hefði verið veist að borgarfulltrúa Flokks fólksins með ómaklegum og rætnum athugasemdum og að með orðum sínum hefði borgarfulltrúinn brotið gegn siðareglum kjörinna
...