— Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson

Starfsmenn Akureyrarbæjar og undirverktakar voru á ferðinni í liðinni viku með götusópa af ýmsum stærðum og gerðum, að hreinsa göturnar eftir sandburð og aðra drullu sem kom í ljós er snjóa létti á dögunum.

Vorblærinn var ekki lengi í loftinu því um helgina tók að snjóa hressilega og strax í gærmorgun sást til ferða snjómoksturstækja. Snjóalögin náðu ekki hátt að þessu sinni en þó nóg til að hylja það góða hreinsunarstarf sem átti sér stað fyrir helgina.

Miðað við veðurspár er hætt við að snjórinn hverfi endanlega í dag í byggð. Fram undan er rysjótt veður og hætt við að jörð hvítni á ný í lok vikunnar.