Árið er 1987, svellkaldur janúar. Staðurinn er útvarpssalurinn á Skúlagötu. Bein útsending á Rás1 á Gettu betur og spyrill er Vernharður Linnet. MS og Fjölbraut á Sauðárkróki etja kappi, salurinn fullur af MS-ingum og aðeins þrír norðanmenn á fremsta bekk
Viska Spurt og svarað hratt í Gettu betur.
Viska Spurt og svarað hratt í Gettu betur. — Skjáskot/RÚV

Björn Jóhann Björnsson

Árið er 1987, svellkaldur janúar. Staðurinn er útvarpssalurinn á Skúlagötu. Bein útsending á Rás1 á Gettu betur og spyrill er Vernharður Linnet. MS og Fjölbraut á Sauðárkróki etja kappi, salurinn fullur af MS-ingum og aðeins þrír norðanmenn á fremsta bekk. Keppendur FÁS skjálfandi á beinum af stressi, Ljósvaki dagsins einn þeirra, og á móti þeim sitja tvíburarnir Ármann og Sverrir Jakobssynir, busar í MS.

Skemmst er að minnast að þeir rústuðu Ljósvaka og félögum og áttu síðar eftir að slá í gegn í Gettu betur. Unnu þó ekki í keppninni fyrr en í þriðju tilraun, komnir á lokaár í MS. Þeir vissu, og vita, bókstaflega allt.

Þessi ófagra minning kom í huga Ljósvaka er hann horfði nýverið á MA og MS keppa í Gettu betur. Nú var MS rústað

...